Færsluflokkur: Lífstíll

Blaður

Hvernig er þetta, þegar ég á að vera að læra eða hef í raun sjálf ákveðið að núna sé góður tími til að læra þá verður allt í einu allt annað mun áhugaverðara. Ég  var til dæmis byrjuð að búa til aðgang að facebook... af hverju ætti ég að vilja hafa aðgang að facebook?

Þetta getur verið óþolandi og stundum, eða reyndar frekar oft velti ég því fyrir mér hvort ég sé með athyglisbrest... ég þekki sjúkdóminn eða heilkennið ekki nógu vel en miðað við nafnið passar það við mig. Ég get átt alveg sjúklega erfitt með að einbeita mér, við allar aðstæður til dæmis í bíó... gleymi mér og fer að hugsa um eitthvað annað og eitthvað annað og enda á því að sofna. Samt þegar að ég er að lesa eitthvað áhugavert þá heyri ég ekki í öðrum því athyglin er það mikil að það myndast bara veggur í kringum mig, gjörið svo vel takið númer og farið í röð...

 Nei segi svona ætli flestir námsmenn lendi ekki í þessu, búnir að kveikja á tölvunni og ákveða að kíkja á póstinn áður en alvaran byrjar, fara svo að skoða link sem þeim var sendur og síðan allt í einu eru öll áform um lærdóm löngu gleymd.

Kveðja,

Lærandi 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband