Frú hálsbólga á bak og burt

Aldrei aftur hálsbólga! Mínum aðal óvini, Frú Hálsbólgu hefur verið sett stríð á hendur. Á föstudaginn fór ég í hálskirtlatöku, alveg kominn tími til enda fór ég ósjaldan á sýklalyf á síðasta ári vegna streptakokka. Tilhugsunin um hálskirtlatökuna var í raun ekki svo slæm, bara borða ís og slaka á. Hinsvegar er þetta ekki alveg svona notalegt. Það er ógeðslega óþægilegt að kyngja, sérstaklega á morgnanna þegar maður hefur ekki tekið inn verkjalyf legni. Röddin er líka heldur kjánaleg og verkur í hálsi sem leiðir upp í eyru. Ég er svo búin að vera alveg hrikalega heppin eða þannig því ég er svo viðkvæm fyrir verkjalyfjum, tek þau örsjaldan, að ég er að deyja í maganum líka, og hélt engu niðri í gær. Það var afskaplega óþægilegt. Ég veit ekki hvað ég verð lengi veik heima, læknirinn talaði um tæpar tvær vikur og enga áreynslu í tvær vikur. En ætli það komi ekki bara í ljós, það eru svo margar hunda sýningar á næstunni að ég má ekki vera að því að liggja veik heima. Svo er skólinn líka byrjaður og ég er skráð í 27 einingar, sem er alltof mikið þannig að ég er að reyna ákveða mig hvaða áfanga ég á að hætta í.  Annars er mest lítið að frétta, ég er að lesa sjálfstætt fólk núna og þykir hún bara ákaflega skemmtileg.  Það er opið í bláfjöllum í dag og ég get ekki lýst því hvað mig langar mikið á skíði, en ég er víst ekki á leiðinni, ég vona að það verið margir góðir opnunardagar núna í vetur, ég væri alveg til í að bæta færni mína á svigskíðum sem og gönguskíðum en ég er ekkert of lipur í skíðaíþróttum, þó ég hafi gaman af. En ég ætla að fara að lesa um hann Bjart vin minn í sumarhúsum og fá mér frostpinna, sem ég gerði sjálf úr ananas, kíví, engifer og jarðaberjum, ég held að hann verði ótrúlega góður. Sjáumst hress,Jónína Sif

Bloggfærslur 13. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband