Eyðimerkur

Eyðimerkur 

Eyðimerkur er í landafræði svæði þar sem úrkoma er minni en 250 mm á ári og einkennast af litlum gróðri, slík svæði þekja u.þ.b. einn þriðja af jörðinni. Köld svæði Suðurskautslandsins og á norður heimskautinu eru eyðimerkur vegna kulda, þar er oft svo kalt að frost fer ekki úr jörðu allt árið um kring. Orðið eyðimörk er þó oftar notað um svæði þar sem úrkoma er tvöfalt minni en uppgufun. Einnig geta jarðlög verið svo agrópin að úrkoma nýtist ekki gróðri og þau verða gróðurvana af þeim sökum. Eyðimerkur eru því aðallega staðsettar við norður og suðurheimskautin og við miðbaug. Þekktasta eyðimörkin er sennilega Sahara í afríku enda er hún sú stærsta í heimi. Sahara er arabíska og þýðir einfaldlega eyðimörk. Sahara þekur um það bil 9.065.000 ferkílómertra. Aðrar stórar eyðimerkur eru til dæmis Gobi eyðimörkin sem liggur á landamærum Mongólíu-Kína 1.295.000 Kalahari Sunnarlega í Afríku 582.000 Stóra Viktoría Ástralía 338.500 Stóra Sandy Ástralía 338.500

Jarðvegurinn á heitu svæðunum er að mestu bara sandur eða klöpp og lítt lífrænn, hann er talsvert súr og mjög þurr. Hann er kalk og saltríkur og því fáar plöntur sem þrífast við þessi skilyrði aðallega harðgerðar tegundir runna, smávaxinna trjáa og kaktusa og aðrar plöntur sem geta geymt vatn og með djúpar rætur. Þar sem kaldara er nær vatnið sem fellur til jarðar ekki að gufa upp líkt og þar sem heitt er og vegna sífreri nær vatnið ekki að síga niður í jarðveginn og renna burt. Jarðvegurinn er kaldur, grunnur oft vatnssósa og loftfirrtur. Niður brot lífrænna efna er mjög hægt. Á þessum svæðum eru smárunnar, grös, starir, fléttur og mosar alls ráðandi í umhverfinu. Jarðvegurinn þarna er einnig mjög súr og ófrjór og hentar því illa til ræktunnar.

 Dýralíf í eyðimörkum saman stendur aðallega af skrið og skordýrum sem og lávöxnum spendýrum. Snákar, eðlur, sporðdrekar og engisprettur eru mjög algeng dýr í heitum eyðimörkum. Eyðimerkurrefur og jarðíkornar og önnur lítil nagdýr sem og fuglar oftast spörfuglar hafa aðlagast lífinu í eyðimörkinni. Annars eru líka hægt að finna hinar ýmsu tegundir antilópu. Við jaðar eyðimarkanna er dýralíf fjölskrúðugra og þá má finna hinar ýmsu grasbíta og eining rán dýr svo sem ljón. Dýralífið fer þó vissulega eftir staðsetningu eyðimarkanna. Í köldu eyðimörkunum eru fuglar og stærri spendýr svo sem hreindýr. Fólk býr einnig oft á þessum svæðum, litlir þjóðflokkar sem ferðast oft á milli svæða í leit að beiti löndum fyrir dýrin sín. Á heimskautasvæðum býr fólkið aðallega í nánd við hafið, þar er dýralíf líka fjölbreyttar og fæðu öflun þar af leiðandi auðveldari. Talið er að ef þær loftlagsbreytingar sem spáð hefur verið gangi eftir steðji heiminum stór ógn af eyðimörkum. Þær munu stækka og dreifa úr sér á svæðum þar sem í dag er ræktað land. Fari svo mun matvælaframleiðsla minnka og sennilega yrði hungursneið mjög algeng og viðvarandi ástand í mörgum heimshlutum. Talið er að í kringum 2100 verði þriðjungur jarðarinnar eyðimörk. Hinsvegar hefur mönnum alltaf staðið örlítil ógn af eyðimörkinni og þær þjóðir sem hafa lifað í nálægð við þær trúðu því oft að ef fólkið færi ekki eftir orði guðs eða myndi á einhvern hátt vinna á móti honum þá myndi hann hegna fólkinu með því að breiða úr eyðimörkinni og láta sandflauminn renna um land þeirra.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband