Föstudagur, 15. febrúar 2008
sumar?
Er sumarið að koma? Áðan þegar ég var nýkomin heim sá ég lítinn strák úti að hjóla á litlu hjóli með hjálpadekkjum, öðrumegin var búið að beygla annað hjálpadekkið og það var greinilegt að stráksi var enn að venjast því. Hann var bara á peysunni og með hjálm á hausum og þessar fáu sekúndur sem hann var hérna fyrir framan húsið skein sólin á hann eins og hann væri að draga sólina og lýsa upp hverfið. Ég varð þá ótrúlega glöð og leið eins og sumarið væri komið, en síðan hjólaði hann í burtu og tók sólina með sér. Í gær fór ég með Sólveigu út að borða, hún átti afmæli, við ákváðum að fara á vegamót. Þegar við fundum loksins stæði í miðbænum tók nokkra stund að labba að staðnum. Það rigndi en samt var okkur ekki kalt, það var alveg ótrúlega hlýtt miðað við undanfarna daga 7°c Tilfinning var svona eins og þegar maður fer út að borða í útlöndum. Þegar inn var komið var alveg ótrúlega mikið af fólki, við náum loksins að finna borð og fengum okkur sæti. Það var frekar dimmt þarna inni og á öllum borðum var kerti, mér fannst stemmingin í fyrstu pínu óhugnanleg. Við fengum matseðilinn og furðum okkur á augngotum þjónsins og ótrúlegri kurteisi hans. Við horfðum í kringum okkur og sáum þá að þarna voru bara pör, haldandi í hendurnar á hvort öðru, ofsalega rómantísk. Þá rann upp fyrir okkur að það var Valentínusardagurinn! Afsjálfsögðu dóum við úr hlátri enda skýrði þetta skrýtna hegðun þjónanna sem virtust eiga í svolitlum vandræðum með framkomu gagnvart okkur, ég hugsa að það hafi verið útbreiddur misskilningur að við værum lellur...Síðan eftir góðan mat drifum við okkur í vinnuna, Sólveig búin að neyta vel af grænu M&Mi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.